Um okkur

Við bjóðum Íslendingum kerrur og vagna í öllum stærðum og gerðum á frábæru verði

projekt bez nazwy 1

Um okkur

Kerrurogvagnar.is er vefsíða rekin af Leiguhysi Ehf. og er partur af þeirri samsteypu. Hlutverk síðunar er að bjóða Íslendingum upp á gríðarlegt úrval eftirvagna á hagstæðum kjörum. 

Leiguhýsi.is er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu og sölu á hjólhýsum og öðrum eftirvögnum að gerðinni Niewiadow. Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á hágæða vöru á hagstæðu verði sem henta íslenskum aðstæðum – hvort sem þú ert að skipuleggja helgarferð, flytja búfénað, fjórhjól, plana veislu eða bara á leiðinni í sorpu.

Við trúum því að frábær þjónusta, persónuleg og áreiðanleg samskipti ásamt sanngjörnu verði sé mikilvægast í viðskiptum.

Við bjóðum þig velkomin og finnum það sem þér hentar.

portrett 3
Eigandi og framkvæmdastjóri Leiguhýsi.is og Kerrurogvagnar.is

Óskar Steindórsson

Óskar er menntaður Bráðatæknir og Slökkviliðsmaður og hefur starfað sem slíkur á höfuðborgarsvæðinu s.l. 22 ár. Hann er einnig með Alþjóðlega IMPA vottun sem Verkefnastjóri. Leiguhýsi.is er verkefni sem hann hóf í byrjun árs 2025 og hefur þróast frá hugmynd í fyrirtæki með umboð frá stórum erlendum framleiðanda eftirvagna á stuttum tíma. Við höfum nú tekið næsta skref og bjóðum uppá ótrúlegt úrval af kerrum og eftirvögnum í nýrri netverslun okkar hér á Kerrurogvagnar.is.
Hugmyndin að fyrirtækinu fæddist út frá ástríðu hans fyrir útiveru með fjölskyldunni, Íslenskri náttúru og útilegum. Margir íslendingar gera sér ekki grein fyrir þeim takmörkunum sem eru á þyngd eftirvagna og aka um vegi Íslands með of þung hýsi án þess að hafa BE-ökuréttindi, hið svokallaða kerrupróf. Því fylgir kostnaður og amk 4 ökutímar sem er óþarfi að leggja á sig til að leigja sér hýsi og skoða okkar undurfagra Ísland eina eða tvær vikur á ári.
Leiguhýsi.is býður íslendingum nú upp á hjólhýsi sem eru undir 750kg að leyfilegri heildarþyngd og geta því allir sem hafa venjulegt bílpróf skellt sér áhyggjulaust í útileguna og gert það á hagstæðu verði.
Lífið er stutt, það á að vera gaman og því þarf að grípa hvert tækifæri til að skapa góðar minningar.

Næsta ævintýri bíður þín. Leigðu það eða eignastu það í dag.

Hvort sem þú ert að skipuleggja sumarfríið eða að fara í framkvæmdir, þá eru Leiguhýsi.is og Kerrurogvagnar.is traustir samstarfsaðilar þínir. Skoðaðu úrval okkar af hjólhýsum til sölu, leigu eða finndu fullkominn eftirvagn fyrir þínar þarfir.
Shopping Cart